Bayer Leverkusen 3 - 1 Borussia Mönchengladbach
1-0 Florian Wirtz ('32 )
2-0 Florian Wirtz ('62 , víti)
3-0 Patrik Schick ('74 )
3-1 Tim Kleindienst ('90 )
1-0 Florian Wirtz ('32 )
2-0 Florian Wirtz ('62 , víti)
3-0 Patrik Schick ('74 )
3-1 Tim Kleindienst ('90 )
Florian Wirtz skoraði tvö mörk og lagði upp hitt í þægilegum 3-1 sigri Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen á Borussia Mönchengladbach í þýsku Bundesligunni í kvöld.
Leverkusen heldur áfram að elta topplið Bayern München sem er fjórum stigum á undan.
Wirtz skoraði fyrsta markið á laglegan hátt eftir rúman hálftíma eftir að hafa fengið sendingu frá Granit Xhaka. Þessi 21 árs þýski landsliðsmaður tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu á 62. mínútu og er kominn með níu mörk á tímabilinu.
Wirtz lagði síðan upp mark fyrir Patrick Schick, tólfta deildarmark Tékkans á tímabilinu. Í uppbótartíma náði Gladbach sárabótamarki og 3-1 enduðu leikar.
Leverkusen ferðast til Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.
Athugasemdir