Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fim 18. febrúar 2021 10:03
Magnús Már Einarsson
Mbappe hefði getað farið frítt til Arsenal
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir að Kylian Mbappe hefði getað komið frítt til félagsins á sínum tíma.

Mbappe hefur verið mikið í umræðunni í vikunni eftir þrennu sína fyrir PSG gegn Barcelona.

„Við getum rætt um Mbappe. Ég var heima hjá honum þegar hann var ekki viss um hvort hann ætti að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Mónakó," sagði Wenger.

„Hann hefði getað komið frítt til Arsenal. Það er fullt af svona sögum hjá öllum félögum."

„Þú ferð til Milan, Manchester, Arsenal og Chelsea og það eru svona sögur út um allt."

Athugasemdir
banner