Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 13:20
Aksentije Milisic
Áki Sölvason í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Áki (til vinstri) í leik með Völsungi.
Áki (til vinstri) í leik með Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Áki Sölvason er genginn í raðir Dalvíkur/Reynis sem mun spila í 2. deildinni í sumar.


Áki er fæddur árið 1999 og er uppalinn hjá KA. Hann hefur spilað með Völsungi, KF, KA, Dalvík/Reyni og Magna á sínum ferli til þessa og á að baki 34 mörk í 82 leikjum á sínum meistaraflokksferli.

Kappinn skrifar undir tveggja ára samning við Dalvík en hann var markahæsti leikmaður 2. deildar á síðasta tímabili þar sem hann gerði 17 mörk í 21 leik.

Áki spilaði með Dalvík/Reyni árið 2016 og árið 2020 svo hann er ekki að fara í bláu treyjuna í fyrsta skiptið á sínum ferli.

Dalvík/Reynir lenti í 2. sæti í 3. deildinni á síðustu leiktíð og komst því upp. Dragan Stojanovic tók við liðinu í vetur en liði mætir Magna frá Grenivík í fyrstu umferð Lengjubikarsins á morgun.


Athugasemdir
banner