Hinn 18 ára gamli Andrey Santos gekk til liðs við Chelsea frá Vasco da Gama í janúar en hann hefur ekki getað fengið atvinnuleyfi og því ekki löglegur til að spila með Chelsea.
Chelsea hefur nú tvisvar beðið um atvinnuleyfi fyrir þennan Brasilíumann en enska úrvalsdeildin hafnað í bæði skiptin.
Samkvæmt Fabrizio Romano er hann því aftur á leið heim til Brasilíu og mun ganga til liðs við Palmeiras á láni.
Hann verður hjá Palmeiras þar til í desember en Chelsea getur kallað hann til baka í sumar gegn því að greiða brasilíska félaginu eina og hálfa milljón punda.
Athugasemdir