Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 11:00
Aksentije Milisic
Arteta segir að hlutlausir vilji að Arsenal vinni deildina frekar en Man City
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að hlutlausir stuðningsmenn haldi frekar með Arsenal í titilbaráttunni heldur en Manchester City.


Man City komst í efsta sæti deildarinnar í miðri viku með frábærum 1-3 útisigri á Arsenal en Skytturnar eiga þó leik til góða. Eins og staðan er núna er Man City með betra markahlutfall heldur en Arsenal.

Arteta segir að áhorfendur sjái hvernig Arsenal er að gera hlutina og fólk sé hrifið af því. Hann var spurður að því hvort hann haldi að hlutlausir stuðningsmenn og áhorfendur haldi með Arsenal frekar en City.

„Já, ég er sammála því,” sagði Spánverjinn.

„Útaf því sem þau sjá, fólk hefur mikla samúð með okkur, með okkar leikmenn og hvernig við höfum gert hlutina.”

„Ég held að við höfum aldrei verið líklegasta liðið til að vinna deildina. Það hefur ekki breyst. Man City hefur verið líklegasta liðið frá degi númer eitt því félagið hefur verið í þessari stöðu síðustu fimm tímabil.”

Arsenal mætir Aston Villa á útivelli í hádeginu í dag á meðan Man City heimsækir nýliða Nottingham Forest klukkan 15.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner