Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atli Rafn heim í Þorlákshöfn (Staðfest)
Mynd: Ægir/Facebook

Atli Rafn Guðbjartsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Ægi.


Atli er uppalinn hjá Ægi en hann fór til Selfoss sumarið 2021 en sleit krossband síðasta sumar og gat því ekkert tekið þátt.

Hann tók þá ákvörðun að snúa heim og koma sér í gott form til að byggja upp ferilinn á ný.

„Atli er miðjumaður með mikla hlaupagetu, kraft og styrk, Atli mun vafalaust spila lykilhlutverk hjá liðinu í sumar og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn og styðja við bakið á strákunum," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner