
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er búinn að velja byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Wales í kvöld. Hann gerir alls átta breytingar frá leiknum gegn Skotlandi.
Þetta er annar leikur liðsins á Pinatar æfingamótinu á Spáni en liðið byrjaði á sigri gegn Skotum í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30.
Þetta er annar leikur liðsins á Pinatar æfingamótinu á Spáni en liðið byrjaði á sigri gegn Skotum í fyrsta leik. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Wales
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði, heldur sæti sínu og það gera Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Aðrar koma inn í liðið.
Byrjunarlið Íslands:
13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
8. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Athugasemdir