Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2023 20:53
Brynjar Ingi Erluson
Baulað á Potter - „Ég skil þennan pirring"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sæti Graham Potter hjá Chelsea hitnar og hitnar með hverjum leiknum en lið hans tapaði fyrir botnliði Southampton, 1-0, á Stamford Bridge í dag.

Chelsea hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er í 10. sæti með einungis 31 stig.

Ekkert hefur gengið að skora hjá liðinu og hefur það aðeins gert 23 mörk í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni.

„Við spiluðum undir getu í fyrri hálfleik. Ég verð að hrósa Southampton því liðið náði að hræra vel upp í leiknum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því af hverju við vorum ekki að spila eins og við erum vanir,“ sagði Potter.

„Við náðum að sýna góð viðbrögð í þeim síðari en við verðum að nýta færin. Markataflan er ekki nógu góð hjá okkur og við erum vonsviknir með það.“

„Við fengum nokkur mjög góð tækifæri og við verðum að skora úr þeim á þessu stigi sem við erum að spila á. Þetta gerðist gegn Dortmund í vikunni en fyrri hálfleikurinn var í raun endurspeglun af okkur að koma úr Meistaradeildinni en það sást í breytingunum sem við þurftum að gera og flæðinu.“
sagði Potter.

Cesar Azpilicueta missti meðvitund á 74. mínútu leiksins eftir að Sekou Mara reyndi að klippa boltann í netið. Mara hitti ekki boltann og sparkaði í höfuð spænska varnarmannsins en hann fór af velli á börum og fluttur með hraði á sjúkrahús.

„Þetta var slæmt augnablik fyrir okkur. Hann er kominn með meðvitund á spítalanum og er byrjaður að tala. Við munum fylgjast með honum og vera vissir um að hann sé í lagi.“

Stuðningsmenn Chelsea bauluðu á Potter á leiknum og kölluðu eftir því að hann yrði látinn frá félaginu en hann skilur gremju þeirra.

„Þetta eru ekki úrslitin sem við viljum. Ég get vel skilið pirring stuðningsmanna. Það er okkar starf að halda áfram að leggja okkur fram og reyna að bæta á liðið á tíma sem er erfiður fyrir alla hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner