
Bryndís Rún Þórólfsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍA og mun því leika með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.
Hún er fædd árið 1997 og hefur leikið með ÍA allan sinn meistaraflokksferil. Hún á 189 leiki að baki og skorað 21 mark í þeim.
„Bryndís er fyrirliði liðsins, mikil fyrirmynd fyrir liðsfélaga og yngri iðkendur félagsins. Bryndís er með frábæran leiksskilning þar sem hún er dugleg að dreifa spilinu og síðan er hún frábær skotmaður."
„Bryndís er einn mikilvægasti leikmaður skagaliðsins og eru þetta frábærar fréttir fyrir ÍA," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir