Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. febrúar 2023 16:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Newcastle og Liverpool: Van Dijk mættur - Anderson byrjar í fyrsta sinn
Kominn til baka eftir meiðsli.
Kominn til baka eftir meiðsli.
Mynd: EPA

Síðasti leikur dagsins fer fram á St. James’ Park en þar mætast Newcastle United og Liverpool í áhugaverðum slag.


Heimamenn hafa verið að gefa aðeins eftir en liðið hefur unnið einn af síðustu sex deildarleikjum. Liðið er þó ekki mikið að tapa leikjum eða fá á sig mörk en jafnteflin eru orðin mörg.

Liverpool vann sinn fyrsta deildarsigur á árinu í síðustu umferð en liðið vann þá góðan 2-0 sigur í nágrannaslag gegn Everton. Spurning hvort sá sigur muni koma liðinu á beinu brautina í framhaldinu en Liverpool er enn um miðja deild.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir eina breytingu frá jafnteflisleiknum gegn Bournemouth.


Hinn tvítugi Elliot Anderson er í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið en hann kemur inn fyrir Joe Willock.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir einnig eina breytingu frá sigurleiknum gegn Everton. Virgil van Dijk snýr til baka eftir meiðsli og Joel Matip fær sér sæti á bekknum.

Newcastle United: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Longstaff, Joelinton, Anderson, Almiron, Isak, Saint-Maximin.
(Varamenn: Dubravka, Dummett, Lascelles, Gordon, Wilson, Ritchie, Lewis, Manquilo, Murphy.)

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Bajcetic, Henderson, Salah, Nunez, Gakpo.
(Varamenn: Kelleher, Milner, Keita, Firmino, Elliott, Jota, Tsimikas, Matip, Phillips.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner