Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 19:10
Brynjar Ingi Erluson
De Zerbi: Dómgæslan í ensku úrvalsdeildinni er rosalega slæm
Roberto De Zerbi
Roberto De Zerbi
Mynd: EPA
Darren England gaf De Zerbi rauða spjaldið
Darren England gaf De Zerbi rauða spjaldið
Mynd: EPA
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 tapi liðsins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en honum var eitthvað heitt í hamsi og gagnrýndi dómgæsluna eftir leikinn.

Fyrr í vikunni fór De Zerbi á fund með Howard Webb, yfirmanni dómaramála á Englandi, eftir hræðilegt mistök sem áttu sér stað síðustu helgi.

Brighton gerði þá 1-1 jafntefli við Crystal Palace á Selhurst Park en mar Ivan Estupninan var ranglega dæmt af þar sem VAR-dómarinn teiknaði rangstöðulínuna á rangan mann.

Eftir leikinn í dag gekk De Zerbi að Darren England, dómara, og gagnrýndi störf hans en fyrir það fékk hann rauða spjaldið. De Zerbi var óánægður með viðhorf dómarans.

„Þetta var vegna þess að ég sagði við dómarann að ég átti fund með yfirmanni hans (Howard Webb) í vikunni og tapaði þar tíma til að vinna vinnuna mína. Mér finnst gæði dómgæslunnar í ensku úrvalsdeildinni rosalega slæm,“ sagði De Zerbi um rauða spjaldið.

„Svo hægt sé að bæta þetta þarf öðruvísi viðhorf. Dómarinn í leiknum í dag var ekki með gott viðhorf en það er ekkert vandamál. Ég sagði ekkert slæma hluti heldur sagði honum bara mína skoðun.“

„Ég tapaði tíma til að vinna við það að undirbúa lið mitt en þetta er í síðasta sinn sem ég tek þennan fund. Ég er ekki pirraður en þetta er bara mín skoðun á dómaranum. Þegar ég tala um dómara þá er ég að tala um viðhorf þeirra. Hann var ekki nógu skýr þegar það kemur að því

„Ég vil ekki útskýra þetta frekar en ég vildi alla vega útskýra rauða spjaldið sem ég fékk,“
sagði De Zerbi í lokin.
Athugasemdir
banner