Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 12:20
Aksentije Milisic
Emery: Þakklátur fyrir tækifærið hjá Arsenal - Úrslitin truflar liðið ekki
Mynd: EPA

Unai Emery, stjóri Aston Villa, mætir sínu gamla félagi í dag þegar Villa fær Arsenal í heimsókn.


Emery stýrði Arsenal frá árinu 2018 til 2019 en að lokum var hann látinn fara og tók hann við liði Villareal á Spáni.

Emery segir að Arsenal sé með mjög gott lið og hann hefur trú á liðinu í framhaldinu. Arsenal hefur verið að misstíga sig töluvert upp á síðkastið en Manchester City er komið í toppsætið.

„Arsenal er með mjög gott lið sem er að spila vel," sagði Emery.

„Úrslitin í síðustu leikjum hjá þeim mun ekki trufla þá í framhaldinu. Gengið mun ekki hafa nein áhrif á hugarástand þeirra í titilbaráttunni."

Emery talar vel um Arsenal og var hann þakklátur tækifærinu sem hann fékk hjá liðinu. Hann fór með liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinanr en þar tapaði liðið gegn Chelsea.

„Ég átti góða tíma hjá Arsenal og naut mín. Ég var þar í eitt og hálft ár og ég er þakklátur fyrir tækifærið sem félagið gaf mér. Ég mun nýta mína reynslu þarna til að standa mig betur með Aston Villa."

Leikur Aston Villa og Arsenal hefst klukkan 12:30.


Athugasemdir
banner
banner