Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 17:04
Aksentije Milisic
England: Chelsea tapaði gegn botnliðinu - Nýliðarnir tóku stig gegn Man City
Dyche náði þremur stigum.
Dyche náði þremur stigum.
Mynd: EPA

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en ekki var mikið skorað. Framan af var mjög rólegt og fyrsta markið kom ekki fyrr en á 42. mínútu. Einungis átta mörk voru skoruð í sex leikjum.


Á City Ground missteig Manchester City sig gegn nýliðunum í Nottingham Forest.

Bernardo Silva kom Man City yfir með laglegu marki en Chris Wood jafnaði undir lokinn. City fékk færin til að gera út um leikinn en Erling Haaland klúðraði algjöru dauðafæri inn í markteig í stöðunni 1-0. Leiknum lauk því með 1-1 jafntelfi.

Brentford náði dramatísku jafntefli gegn Crystal Palace þar sem Janelt jafnaði metin á lokamínútu uppbótartímanns með skallamarki. Eberechi Eze hafði komið Palace yfir á 69. mínútu.

Fulham vann frábæran útisigur á Brighton en heimamenn áttu færin en náðu ekki að skora. Þeir komu boltanum í netið en það var dæmt af. Solomon kláraði leikinn fyrir nýliðana eftir flotta skyndisókn. Fulham er í sjötta sæti deildarinnar.

Chelsea heldur áfram að vera í tómu tjóni. Liðið tapaði gegn botnliði Southampton á heimavelli í dag. James Ward-Prowse gerði eina mark leiksins með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins.

Cesar Azpilicueta lenti í slæmum meiðsli en leikmaður Southampton reyndi hjólhestaspyrnu sem endaði með því að hann þrumaði í hausinn á Spánverjanum. Leikurinn var því stopp í nokkuð langan tíma.

Chelsea náði ekki að jafna og því tapaði liðið á heimavelli gegn Southampton en gestirnir eru enn í neðsta sæti deildarinnar.

Everton vann 1-0 heimasigur á Leeds United og Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Wolves á útivelli.

Brentford 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze ('69 )
1-1 Janelt ('90)

Brighton 0 - 1 Fulham
0-1 Solomon ('88)

Chelsea 0 - 1 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('45 )

Everton 1 - 0 Leeds
1-0 Seamus Coleman ('64 )

Nott. Forest 1 - 1 Manchester City
0-1 Bernardo Silva ('41 )
1-1 Chris Wood ('84 )

Wolves 0 - 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier ('49 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner