Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2023 14:29
Aksentije Milisic
England: Tvö mörk í uppbótartíma þegar Arsenal lagði Aston Villa
Saka í rifrildum.
Saka í rifrildum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Aston Villa 2 - 4 Arsenal
1-0 Ollie Watkins ('6 )
1-1 Bukayo Saka ('16 )
2-1 Philippe Coutinho ('32 )
2-2 Oleksandr Zinchenko ('61 )
2-3 Emiliano Martínez (Sjálfsmark) ('90)
2-4 Gabriel Martinelli ('90)


Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Aston Villa og Arsenal en leikurinn var frábær skemmtun.

Heimamenn í Aston Villa byrjuðu betur og var það Ollie Watkins sem skoraði strax á sjöttu mínútu leiksins. Hann fékk fína sendingu frá Matty Cash og fór hann illa með William Saliba áður en hann þrumaði knettinu í fjærhornið.

Adam var þó ekki lengi í paradís en Bukayo Saka jafnaði metin tíu mínútum síðar með góðu skoti á lofti. Tyrone Mings skallaði boltann út í teiginn eftir fyrirgjöf og þar var Saka mættur og þrumaði boltanum í netið.

Jöfnunarmarkið hjá Arsenal lá í loftinu áður en Saka skoraði en það var hins vegar Brassinn Philippe Coutinho sem kom Villa aftur í forystu eftir frábæra sókn. Hann kláraði færið sitt laglega í nærhornið.

Staðan var 2-1 í hálfleik en Arsenal mætti grimmt til leiks í þeim síðari. Á 55. mínútu skallaði Eddie Nketiah knöttinn í slánna og stuttu síðar fékk kappinn annað dauðafæri en hann náði ekki að hitta á markið.

Arsenal hélt áfram að þrýsta á Villa sem beitti þó fínustu skyndisóknum. Þegar um korter var til leiksloka þá fekk Martin Ödegaard algjört dauðafæri. Eftir mistök í vörn Villa var hann einn gegn Martinez í markinu en Norðmaðurinn skaut lélegu skoti framhjá markinu.

Leon Bailey kom inn á liði Villa og átti hann fjöruga innkomu. Hann þrumaði knettinum í slánna og niður úr þröngu færi á 82. mínútu og stuttu síðar skallaði Gabriel, varnarmaður Arsenal, yfir mark gestanna úr fínu færi. Frábær leikur þar sem bæði lið reyndu að vinna.

Það var á 93. mínútu leiksins sem Arsenal komst í forystu. Jorginho átti þá skot fyrir utan teig sem small í slánni og þaðan fór hann í Emiliano Martinez, markvörð Villa og fyrrum markvörð Arsenal, og í netið. Leikmenn Arsenal fögnuðu markinu vel og innilega eins og gefur að skilja.

Arsenal bætti við marki á áttundu mínútu uppbótartímanns. Villa fór þá með alla leikmenn fram þegar það átti hornspyrnu og þar á meðal var Martinez. Arsenal vann knöttinn, sótti hratt upp og þar var Gabriel Martinelli mættur og skilaði boltanum í autt markið.

Arsenal er nú aftur komið í efsta sæti deildarinnar með 54 stig en Man City getur náð því til baka síðar í dag.

Aston Villa er í ellefta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner