Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 18. febrúar 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Faðir Mac Allister: Miklar líkur á því að hann fari
Mynd: Getty Images

Alexis Mac Allister hefur slegið í gegn hjá Brighton en þessi 24 ára gamli Argentínumaður gekk til liðs við félagið árið 2019.


Hann hefur leikið 92 leiki fyrir enska félagið og skorað í þeim 15 mörk.

Hann lék tvo A-landsleiki fyrir Argentínu árið 2019 en hafði ekkert spilað þar fyrr en í upphafi árs 2022 og var að lokum valinn í hópinn sem fór til Katar og varð heimsmeistari í lok ársins.

Faðir hans, sem er einnig umboðsmaðurinn hans greinir frá því að það séu miklar líkur á því að hann yfirgefi Brighton í sumar.

„Eins og staðan er núna er hann í Brighton, hann nýtur velgengninnar í rólegheitum, í liði sem elskar hann mjög mikið. Honum líður vel hjá félaginu en við vitum öll að í júlí eru miklar líkur á því að hann fari," sagði faðir hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner