
Grímur Ingi Jakobsson er genginn til liðs við Gróttu frá KR en hann gerir þriggja ára samning við félagið.
Grímur er uppalinn í Gróttu og spilaði þrjá leiki í Pepsi Max deildinni árið 2020 með liðinu. Hann gekk í framhaldinu til liðs við KR og lék með KV í tvö sumur, 2021 og 2022.
Þessi tvítugi miðjumaður á að baki 14 landsleiki fyrir unglingalandslið íslands.
„Það er mikið gleðiefni að Grímur sé snúinn aftur í heimahagana og það verður gaman að fylgjast með honum í bláu treyjunni á Vivaldivellinum í sumar," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir