Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 12:00
Aksentije Milisic
Guardiola svarar gagnrýni - „De Bruyne getur ekki spilað alla leiki”

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tjáði sig aðeins um sú gagnrýni sem hann hefur fengið upp á síðkastið en hann ræddi málin á blaðamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Nottingham Forest í dag.


Belginn Kevin De Bruyne var frábær í sigri Man City á Arsenal í miðri viku þegar City komst í efsta sæti deildarinnar með 1-3 sigri á Emirates vellinum.

Mörgum til undrunnar þá hefur Pep verið duglegur að setja De Bruyne á bekkinn en hann svaraði fyrir það í dag.

„Ef ákvörðun mín virkar, þá er ég hugrakkur. Ef ekki, þá ofhugsa ég hlutina og er hrokafullur,” sagði Pep.

„Afhverju spilar hann ekki Kevin De Bruyne í öllum leikjum? Af því að Kevin getur ekki spilað alla leiki. Hann þarf að vera ferskur (hugarfarslega séð) og ná að meðtaka þau skilaboð að hann geti gert betur.”

De Bruyne skoraði eitt og lagði upp annað í sigrinum gegn Arsenal á miðvikudaginn.


Athugasemdir