Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Howe þarf að taka erfiða ákvörðun - „Finn til með Pope"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nick Pope, markvörður Newcastle United, verður ekki með liðinu í úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester United eftir átta daga en Eddie Howe, stjóri félagsins, segist finna gríðarlega til með landa sínum.

Liverpool skoraði tvö mörk á sjö mínútum í gegnum þá Darwin Nunez og Cody Gakpo áður en Pope fékk að líta rauða spjaldið fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig.

Mohamed Salah var að koma sér í dauðafæri en Pope misreiknaði boltann og var við það að missa hann framhjá sér áður en hann stökk á hann með báðar hendur. Rauða spjaldið fór á loft og er Pope nú í banni í úrslitaleiknum.

„Mér fannst þetta svona heilt yfir mjög góð frammistaða. Við byrjuðum vel og fengum fínt færi snemma og fengum stuðningsmennina með okkur í leikinn. Flæðið og hraðinn á leiknum var góður og stefndi allt í góðan leik,“ sagði Howe.

„Mér fannst þeir beinskeyttir með færin þegar þau komu en auðvitað breytti rauða spjaldið hjá Pope leiknum. Ég hef ekki talað almennilega við hann en ég sá hann og hann er í molum. Hann er búinn að vera stórkostlegur á þessu tímabili og ég finn virkilega til með honum.“

„Þetta var tæknilega séð hendi en ég þekki ekki reglurnar varðandi rauð spjöld fyrir utan teig. Mér fannst þetta svolítið grimmt en ég skil það ef þetta stendur í reglubókinni. Þetta er ansi grimmt fyrir Nick því hann hefur verið frábær fyrir okkur og að missa af næsta leik er högg fyrir hann.“


Þar sem Pope er í banni og Martin Dubravka má ekki spila þar sem hann lék leik í deildabikarnum með Manchester United undir lok síðasta árs eru möguleikarnir aðeins tveir en það eru þeir Mark Gillespie og Loris Karius. Talið er líklegra að Karius spili leikinn en það yrði fyrsti leikur hans fyrir Newcastle frá því hann kom frá Liverpool á síðasta ári.

„Við þurfum nú að taka ákvörðun. Mark Gillespie hefur æft vel á þessu tímabili eins og Loris Karius,“ sagði Howe í lokin.
Athugasemdir
banner
banner