Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Loksins skoraði Lukaku - Zlatan ónotaður varamaður í sigri á Monza
Romelu Lukaku skoraði annað deildarmark sitt í dag
Romelu Lukaku skoraði annað deildarmark sitt í dag
Mynd: EPA
Junior Messias gerði sigurmark Milan
Junior Messias gerði sigurmark Milan
Mynd: EPA
Mílanó-liðin, Inter og AC Milan, unnu bæði í Seríu A á Ítalíu í dag en belgíski framherjinn Romelu Lukaku komst á blað í deildinni í fyrsta sinn síðan í ágúst.

Lukaku skoraði strax í fyrsta deildarleiknum frá því hann kom á láni frá Chelsea en meiddist í lok ágúst og var frá næstu tvo mánuði.

Þegar hann snéri úr meiðslum skoraði hann gegn Viktoria Plzen í Meistaradeildinni en hefur þó lítið gengið að finna netið í deildinni.

Annað deildarmark hans kom í kvöld í 3-1 sigri á Udinese en hann gerði það úr vítaspyrnu á 20, mínútu. Gestirnir jöfnuðu með marki Sandi Lovric undir lok fyrri hálfleiks en þeir Henrikh Mkhitaryan og Lautaro Martinez kláruðu dæmið fyrir Inter á síðustu tuttugu mínútunum.

Inter er í 2. sæti með 47 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Napoli.

Milan lagði þá Monza, 1-0, í Berlusconi-slagnum. Brasilíumaðurinn Junior Messias gerði eina markið eftir hálftímaleik. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic var á bekknum hjá Milan annan leikinn í röð en kom ekki við sögu. Milan er í 3. sæti með 44 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Inter 3 - 1 Udinese
1-0 Romelu Lukaku ('20 , víti)
1-1 Sandi Lovric ('43 )
2-1 Henrikh Mkhitaryan ('73 )
3-1 Lautaro Martinez ('89 )

Monza 0 - 1 Milan
0-1 Junior Messias ('31 )

Sampdoria 1 - 2 Bologna
0-1 Roberto Soriano ('27 )
1-1 Abdelhamid Sabiri ('68 , víti)
1-1 Abdelhamid Sabiri ('71 , Misnotað víti)
1-2 Riccardo Orsolini ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner