Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Karius verður í marki Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins
Loris Karius
Loris Karius
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Loris Karius mun standa á milli stanganna hjá Newcastle United gegn Manchester United í úrslitaleik enska deildabikarsins.

Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, fékk beint rautt spjald á 22. mínútu gegn Liverpool í dag eftir risastór mistök. Alisson sparkaði boltanum langt fram völlinn á Mohamed Salah en Pope hljóp út á móti og virtist renna til.

Boltinn var langt fyrir utan teiginn en samt ákvað Pope að hoppa fram með báðar hendur í átt að boltanum og var hann því eðlilega rekinn útaf.

Þetta þýðir að Pope verður í banni í úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Manchester United eftir átta daga. Martin Dubravka er varamarkvörður Newcastle en hann má ekki spila í bikarnum þar sem hann kom við sögu með Manchester United í keppninni fyrir áramót.

Það er því aðeins einn kostur í stöðunni en Loris Karius, fyrrum markvörður Liverpool, er þriðji markvörður liðsins.

Ferill Karius hefur ekki alveg verið sá sami frá því hann spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018. Hann gaf tvö mörk í leiknum og náði sér aldrei á strik eftir það.

Þjóðverjinn yfirgaf Liverpool síðasta sumar og gekk í raðir Newcastle en úrslitaleikurinn í deildabikarnum verður fyrsti leikur hans fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner