lau 18. febrúar 2023 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Keyptu Sommer en geta samt ekki unnið Gladbach
Yann Sommer í markinu gegn Gladbach í dag
Yann Sommer í markinu gegn Gladbach í dag
Mynd: Getty Images
Borussia Monchengladbach vann 3-2 sigur á Bayern München í dag, nokkuð óvænt, en félagið leyfði sér aðeins að skjóta á Bayern á Twitter eftir leikinn.

Leikurinn breyttist skyndilega fyirr Bayern á 8. mínútu er Dayot Upamecano var rekinn af velli fyrir litlar sakir. Hann var aftasti varnarmaður og virtist varla koma við Alassane Plea, sóknarmann Gladbach, sem missti jafnvægið og datt.

Yann Sommer stóð í marki Bayern í leiknum og fékk á sig þrjú mörk en hann var einn af bestu mönnum Gladbach áður en hann var keyptur í janúarglugganum til Bayern.

Gladbach gat því leyft sér að grínast aðeins í Bayern á Twitter með skemmtilegum faraldsbrandara en þar er mynd af viðbrögðum Oliver Kahn, framkvæmdastjóra Bayern, á leik liðsins á síðasta ári og fylgir textinn með: „Þegar þú kaupir Sommer en getur samt ekki unnið Gladbach.“. Liðin gerðu einmitt 1-1 jafntefli fyrr á leiktíðinni þar sem Sommer átti stórleik og varði eins og berserkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner