Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Tilfnningin er frábær
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool unnu annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór á St. James' Park og lagði Newcastle, 2-0.

Darwin Nunez og Cody Gakpo skoruðu tvö mörk snemma leiks áður en Nick Pope, markvörður Newcastle var rekinn af velli fyrir að handleika knöttinn fyrir utan teig.

Liverpool náði ekki alveg að nýta sér liðsmuninn og var Newcastle inn í leiknum allan tímann.

Klopp er sáttur með sigurinn en vildi samt meira frá sínu liði.

„Það er auðvitað hægt að skapa meira og skora meira þegar við erum að spila á móti tíu mönnum í svona langan tíma en meðbyrinn hvarf svolítið eftir það og við náðum ekki alveg að koma 100 prósent til baka og skildum hurðina eftir opna fyrir Newcastle.“

„Það var einhver sem sagði mér frá því að við héldum síðast hreinu á útivelli í apríl og miðað við stöðuna þá er ég ánægður. Mörkin sem við skoruðum ellefu á ellefu voru fullkomin.“

„Þegar þú gerir þriðja markið þá er þetta búið. Við náðum ekki þriðja markinu þannig við þurftum að berjast fram að síðustu mínútu og þurftum löngu lappirnar hans James Milner sem var magnaður í dag.“

„Við tókum annað skref áfram. Bæði mörkin voru stórkostleg, bæði sendingin hjá Trent á Nunez og þessi hjá Salah á Cody. Báðar geggjaðar. Það hefði verið frábært að fá meira af þessu en við erum alveg sáttir. Þegar þú ert ekki alveg upp á þitt besta þá þarftu að berjast fyrir hlutunum og það gerðum við til að ná í annan sigurinn í röð. Tilfinningin er æðisleg ef ég á að vera hreinskilinn. Við höfum ekki verið í þessum gír í langan tíma þannig þetta er góður dagur.“


Er Liverpool búið að finna sitt gamla form?

„Sjáum hvað setur. Við mætum einu besta liði heims á þriðjudag þannig það verður erfitt en við erum á Anfield þannig við keyrum á þetta. Það er of snemmt að segja að við séum mættir aftur en við höldum áfram að berjast og sjáum svo til,“ sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner