Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Kom inn af bekknum og skoraði þrennu á sautján mínútum
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði þrennu í stórsigri KR
Sigurður Bjartur Hallsson skoraði þrennu í stórsigri KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 6 - 1 HK
1-0 Ægir Jarl Jónasson ('8 )
2-0 Theodór Elmar Bjarnason ('26 )
2-1 Brynjar Snær Pálsson ('47 )
3-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('58 )
4-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('63 )
5-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('75 )
6-1 Aron Þórður Albertsson ('77 )

KR-ingar unnu fyrsta leik sinn í A-deild Lengjubikarsins í dag og það með stæl en liðið gjörsigraði HK, 6-1, á KR-vellinum. Sigurður Bjartur Hallsson kom inn af bekknum í hálfleik og gerði þrennu á sautján mínútum.

Ægir Jarl Jónasson og Theodór Elmar Bjarnason skoruðu mörk KR í fyrri hálfleiknum en strax í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Brynjar Snær Pálsson muninn fyrir HK.

Næst var röðin komin að Sigurði. Hann skoraði fyrsta mark sitt á 58. mínútu áður en hann gerði annað markið fimm mínútum síðar. Það var svo á 75. mínútu sem hann fullkomnaði þrennu sína. Mögnuð innkoma hjá honum.

Aron Þórður Albertsson skoraði síðan sjötta og síðasta mark KR og lokatölur 6-1.

Þetta var fyrsti sigur KR í Lengjubikarnum í ár en liðið er með þrjú stig í öðru sæti, jafn mörg og HK sem er í 4. sæti.

Byrjunarlið KR: Aron Snær Friðriksson (M), Grétar Snær Gunnarsson, Finnur Tómas Pálmason, Olav Öby, Kristján Flóki Finnbogason, Kennie Chopart, Ægir Jarl Jónasson, Theodór Elmar Bjarnason, Kristinn Jónsson, Atli Sigurjónsson, Aron Þórður Albertsson.

Byrjunarlið HK: Arnar Freyr Ólafsson (M), Leifur Andri Leifsson, Birkir Valur Jónsson, Örvar Eggertsson, Atli Hrafn Andrason, Marciano Aziz, Brynjar Snær Pálsson, Atli Arnarson, Ívar Örn Jónsson, Hassan Jalloh, Teitur Magnússon.
Athugasemdir
banner
banner