Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2023 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Þróttur V. skoraði sex - Ýmir vann Víking Ó.
Guðni Sigþórsson skoraði tvö fyrir Þrótt
Guðni Sigþórsson skoraði tvö fyrir Þrótt
Mynd: EPA
Ýmismenn unnu C-deildina á síðasta ári og byrja B-deildina af krafti þetta árið
Ýmismenn unnu C-deildina á síðasta ári og byrja B-deildina af krafti þetta árið
Mynd: Twitter
Sex leikir fóru fram í B-deild Lengjubikarsins í dag. Þróttur V. slátraði Hvíta riddaranum, 6-0, á meðan Ýmir vann Víking Ólafsvík, 4-2, í Kórnum.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvívegis í sigri Ýmis á Víkingi í riðli 1. Björn Axel Guðjónsson jafnaði fyrir Víking þegar rúmur hálftími var eftir en Eiður Gauti tók málin í sínar hendur og skoraði tvö mörk á síðustu mínútum leiksins.

Ýmismenn unnu C-deild Lengjubikarsins á síðasta ári og greinilega stefnan að taka B-deildina í ár.

Adam Árni Róbertsson og Guðni Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk í 6-0 sigri Þróttar V. á Hvíta riddaranum. Þróttarar byrja Lengjubikarinn af krafti.

KFG kom til baka gegn KFS og vann 3-2 sigur. Jóhann Ólafur Jóhannsson jafnaði í 2-2 þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir áður en Pétur Máni Þorkelsson tryggði sigur Garðbæinga undir lok leiksins.

Augnablik vann þá þægilegan 3-0 sigur á Ægi í sama riðli. Í riðli 4 vann KFA 3-0 sigur á Hetti/Hugin á meðan Völsungur og KF gerðu markalaust jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

Riðill 1:

Ýmir 4 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Brynjar Vilhjálmsson ('1 )
1-1 Fannar Gauti Gissurarson ('16 , Mark úr víti)
2-1 Dagur Eiríksson ('29 )
2-2 Björn Axel Guðjónsson ('57 )
3-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('78 )
4-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('85 )

Riðill 2:

Hvíti riddarinn 0 - 6 Þróttur V.
0-1 Aron Daði Ásbjörnsson ('5 , Sjálfsmark)
0-2 Adam Árni Róbertsson ('23 )
0-3 Adam Árni Róbertsson ('48 )
0-4 Guðni Sigþórsson ('75 )
0-5 Guðni Sigþórsson ('90 )
0-6 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('90 )

Riðill 3:

KFG 3 - 2 KFS
0-1 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('3 )
1-1 Bjarni Pálmason ('16 )
1-2 Eyþór Orri Ómarsson ('34 , Mark úr víti)
2-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('73 )
3-2 Pétur Máni Þorkelsson ('90 )

Augnablik 3 - 0 Ægir
1-0 Brynjar Óli Bjarnason ('34 )
2-0 Jón Veigar Kristjánsson ('73 , Mark úr víti)
3-0 Julian Ingi Friðgeirsson ('90 )

Riðill 4:

Höttur/Huginn 0 - 3 KFA
0-1 Mykolas Krasnovskis ('27 )
0-2 Vice Kendes ('36 )
0-3 Marteinn Már Sverrisson ('45 )

Völsungur 0 - 0 KF
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner