Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. febrúar 2023 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool er hrokkið í gang og Pope rekinn af velli eftir skelfileg mistök
Nick Pope gerði hræðileg mistök
Nick Pope gerði hræðileg mistök
Mynd: EPA
Liverpool er 2-0 yfir gegn Newcastle þegar rúmar tuttugu mínútur eru liðnar af leik liðanna á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni. Nick Pope er þá farinn í sturtu eftir stórfurðuleg mistök.

Liðið hefur ekkert fagnað neitt sérstaklega góðum árangri á þessari leiktíð en það virðist hafa fundið taktinn.

Darwin Nunez kom Liverpool yfir á 9. mínútu eftir laglega sókn gestanna. Trent Alexander-Arnold átti góða sendingu inn fyrir á Nunez sem náði góðri snertingu áður en hann þrumaði boltanum í vinstra hornið. Leikmenn Newcastle kölluðu eftir hendi á Nunez en fengu ekki.

Tæpum níu mínútum síðar bætti Cody Gakpo við öðru marki eftir laglega sendingu frá Mohamed Salah. Gakpo stakk sér inn fyrir og potaði boltanum framhjá Nick Pope.

Enski markvörðurinn var rekinn af velli stuttu síðar eftir skelfileg mistök. Alisson tók klassíska langa sparkið fram á Mohamed Salah sem var að sleppa í gegn en Pope ákvað að keyra út á móti en rann til og kastaði sér með hendurnar á boltann fyrir utan teiginn og fékk beint rautt spjald.

Sjáðu markið hjá Nunez
Sjáðu annað mark Gakpo
Sjáðu rauða spjaldið á Pope
Athugasemdir
banner
banner
banner