Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. febrúar 2023 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Mikill karakter í U19 sem kom til baka og vann heimakonur í Portúgal
U19 ára landsliðið er með fullt hús stiga
U19 ára landsliðið er með fullt hús stiga
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann góðan 3-2 endurkomusigur á Portúgal er þjóðirnar mættust á æfingamóti í Portúgal í dag.

Ísland vann fyrsta leik sinn í mótinu gegn Póllandi, 4-2, og fylgdi þeim sigri vel á eftir.

Þegar 84 mínútur voru á klukkunni var staðan 2-1 fyrir Portúgal en íslenska liðið jafnaði mínútu síðar og í uppbótartíma kom síðan sigurmarkið.

Sædís Rún Heiðarsdóttir, Katla Tryggvadóttir og Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoruðu mörk Íslands.

Ísland er með fullt hús stiga í riðlinum en síðasti leikur liðsins er gegn Wales á þriðjudag.

Byrjunarlið Íslands: Fanney Inga Birkisdóttir (M), Jakobína Hjörvarsdóttir, Eyrún Embla Hjartardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Emelía Óskarsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Snædís María Jörundsdóttir, Henríetta Ágústsdóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir (F), Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner