Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2023 13:45
Aksentije Milisic
Óskar um Klæmint: Ef það eru aðrir betri en hann þá situr hann á bekknum
Klæmint.
Klæmint.
Mynd: Getty Images
Oliver er kominn til Blika.
Oliver er kominn til Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali eftir sigurleikinn gegn FH í Lengjubikarnum í gær en leiknum lauk með 3-1 sigri Blika.


Óskar var spurður út í færeyska sóknarmanninn Klæmint Andrasson Olsen en hann kom til liðsins frá NSÍ Runavík þar sem hann hafði leikið allan sinn feril til þessa.

„Ég met hann sem leikmann sem er að koma og og þarf tíma til að venjast umhverfinu. Hann kemur af öðruvísi æfingaumhverfi, þó hann sé orðinn 33 ára þá hefur hann spilað hjá sama félagi alla sína ævi," sagði Óskar.

„Hann kemur hingað án konu og tveggja stúlkna, í fyrsta skiptið sem hann býr einn þannig að ég met það þannig að hann er að æfa meira en hann hefur gert hingað til. Hann er einn og er bara að aðlagast þessu."


„Hann er bara eins og aðrir. Ef það eru aðrir betri en hann þá situr hann á bekknum. Þetta er frammistöðu bransi, ég hef ekki enn séð þjálfara sem spilar ekki besta liðinu sínu og bestu leikmönnum sínum. Við þurfum allir að gera það. Ef þú stendur þig vel þá spilar, ef þú stendur þig ekki jafnvel og næsti maður hliðiná þér þá spilar hann."

Óskar var þá spurður út í það hvað hann sjái í Oliveri Stefánssyni en hann gekk í raðir Breiðabliks frá ÍA.

„Ég sé mikið potential, ég sé ungan, hungraðan, örvfættann hávaxinn varnarmann með gríðarlegan vilja. Ég horfi upp á strák sem hefði svo sannarlega geta lagst niður og vorkennt sjálfum sér og gefist upp eftir erfið meiðsli og erfið veikindi. Ég horfi á mann sem er gríðarleg andlega sterkur og feykilegt efni, það er okkar verkefni og hans að koma honum aftur á þann stað sem hann á að vera á og við bindum miklar vonir við hann."


Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Athugasemdir
banner
banner
banner