Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 16:15
Aksentije Milisic
Prowse kom Southampton í forystu á Brúnni - Einu marki frá meti Beckham

Botnlið Southampton er í heimsókn á Stamford Bridge en liðið er í 0-1 forystu þegar þetta er skrifað.


Englendingurinn og aukaspyrnusérfræðingurinn James Ward-Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu seint í fyrri hálfleiknum og kom Southampton í forystu.

Chelsea hefur verið að ströggla í þessum fyrri hálfleik og ekki litið vel út. Graham Potter, stjóri liðsins, gerði margar breytingar en honum gengur ákaflega illa að vinna leiki hjá félaginu.

Prowse hefur nú skorað sautján mörk úr aukaspyrnum á sínum ferli í ensku úrvalsdeildinni og er hann nú einungis einu aukaspyrnumarki frá metinu hans David Beckham.

Sjáðu markið hans hérna.


Athugasemdir
banner