Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 18. febrúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sagði sögur af Salah og De Buryne - „Hann grét"

Mohamed Salah og Kevin De Bruyne eru tveir af bestu leikmönnum heims í dag en þeir hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla.


Þeir voru báðir hjá Chelsea um tíma en það gekk ekki vel.

John Obi Mikel fyrrum miðjumaður liðsins var í viðtali í útvarpsþættinum Dubai Eye þar sem hann sagði sögur af misheppnuðum tíma Salah og De Bruyne hjá félaginu.

„Salah átti einu sinni slæman leik og Mourinho kom og hraunaði gjörsamlega yfir hann. Hann grét og Mourinho tók hann útaf í hálfleik. Það hefði verið auðvelt að taka hann bara útaf og segja; Þú ert ekki að spila vel, farðu útaf og sestu niður, þú ferð ekki aftur út á völl' en hann hraunaði yfir hann," sagði Obi Mikel.

„Kevin var alltaf flatur, hann var alltaf einn, í vondu skapi og pirraður. Þú fékkst aldrei neitt út úr honum en þegar ég horfi á hann spila núna, þvílík unun," bætti Obi Mikel við.


Athugasemdir
banner