Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 18. febrúar 2023 10:20
Aksentije Milisic
Shelvey grátbað Howe um að leyfa sér að fara
Mynd: EPA

Jonjo Shelvey gekk í raðir Nottingham Forest í síðasta mánuði en þessi þrítugi leikmaður var í sjö ár hjá Newcastle United.


Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við nýliðana en hann segir frá því að það var mikilvægt fyrir hann að yfirgefa félagið þó það hafi verið mjög erfitt.

Í fyrstu leyfði Eddi Howe, stjóri Newcastle, honum ekki að fara en svo snerist honum hugur.

„Eddie sagði nei, hann sagði að ég gæti ekki farið,” sagði Shelvey.

„Það vita það ekki margir, en ég í raun grátbað hann um að fá að fara. Hann sagði mér að sofa á þessu og svo tilkynnti hann mér að ég gæti einungis farið ef Newcastle fær annan leikmann inn.”

Shelvey spilaði yfir 200 leiki fyrir Newcastle.

„Ég þurfti að fara og endurvekja ferilinn. Ég þurfti nýtt upphaf og þessi ákvörðun byggðist einungis á því að fá að spila fótbolta. Eddie leyfði mér að fara og vildi að ég yrði ánægður.”

Shelvey kom til Newcastle frá Swansea árið 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner