Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. febrúar 2023 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid kláraði Osasuna í lokin
Marco Asensio tryggði sigur Real Madrid
Marco Asensio tryggði sigur Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid er fimm stigum á eftir Barcelona í titilbaráttunni eftir að hafa unnið Osasuna 2-0 í La Liga í dag.

Fyrri hálfleikurinn var fremur daufur og var lítið um hættuleg færi og var það ekki fyrr en á 78. mínútu sem Federico Valverde tókst að koma Madrídingum í forystu.

Mark var dæmt af Vinicius Junior nokkrum mínútum síðar áður en Marco Asensio tryggði stigin þrjú og kom Real Madrid í 51 stig á töflunni en liðið er í öðru sæti deildarinnar.

Real Betis lagði Valladolid 2-1. Sergio Canales skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Real Sociedad og Celta Vigo gerðu 1-1 jafntefli þar Robin Le Normand, varnarmaður Sociedad, skoraði í eigið net í uppbótartíma. Sociedad missti þarna af mikilvægum stigum en liðið er með 43 stig í þriðja sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Betis 2 - 1 Valladolid
1-0 Juanmi ('2 )
1-1 Cyle Larin ('30 )
2-1 Sergio Canales ('45 , víti)

Mallorca 4 - 2 Villarreal
1-0 Tino Kadewere ('20 )
1-1 Jose Luis Morales ('43 )
2-1 Dani Rodriguez ('45 )
2-2 Samuel Chimerenka Chukweze ('50 )
3-2 Dani Rodriguez ('56 )
4-2 Vedat Muriqi ('63 )
Rautt spjald: Manu Trigueros, Villarreal ('21)

Osasuna 0 - 2 Real Madrid
0-1 Federico Valverde ('78 )
0-2 Marco Asensio ('90 )

Real Sociedad 1 - 1 Celta
1-0 Mikel Oyarzabal ('5 )
1-1 Robin Le Normand ('90 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Renato Tapia, Celta ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner