Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. febrúar 2023 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Steini: Það virðist taka okkur 45 mínútur til að ná áttum
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gat tekið eitthvað jákvætt úr markalausa jafnteflinu gegn Wales í Pínatar-æfingamótinu á Spáni í dag en vill meiri ró á boltann.

Leikurinn gegn Wales var keimlíkur þeim sem Ísland spilaði á móti Skotum á dögunum.

Liðið átti erfitt með að spila boltanum í fyrri hálfleiknum og var það Wales sem skapaði sér færin. Eins og síðasta leik þá kom íslenska liðið sterkara til leiks í þeim síðari og gat tekið sigurinn undir lokin en markalaust jafntefli var niðurstaðan.

„Það vantaði svona gæði á síðasta þriðjungnum. Við hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komin þangað og síðasta sendingin að klikka. Það vantaði örlitla ró á boltann til að við gætum búið eitthvað til,“ sagði Steini við KSÍ.

„Ég er svosem ánægður með flest alla leikmenn en jújú það kom kraftur í okkur og velska liðið var þreytt þannig ferskir fætur hjá okkur hélt tempó-inu áfram í leiknum. Við vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik og svolítið keimlíkt og gegn Skotum. Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur úr síðustu tveimur leikjum að ná áttum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn, kraftur í okkur og líklegri til að skora en náðum ekki skapa einhver dauðafæri eða eitthvað svoleiðis, sagði Steini.

Steini sagði að það væri ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leiknum en liðið hefur haldið hreinu í báðum leikjunum.

„Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Við erum ekki að fá á okkur mark og höldum hreinu í báðum leikjunum sem er jákvætt og auðveldar okkur það að þurfa bara eitt mark til að skora og vinna leiki, en þetta heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Við förum yfir leikinn í fyrramálið, greinum hann aðeins og sýnum leikmönnum og förum yfir hann. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“

Síðasti leikur mótsins er gegn Filippseyjum á þriðjudag en Ísland getur unnið mótið með sigri þar.

„Bara vel. Það er lið sem við eigum að vinna en Skotarnir voru í basli með þær í dag. Þetta er lið sem getur varist og haldið í boltann og getur strítt liðum og skapað færi. Við þurfum að vera tilbúin undir allt og vera klókari á boltanum á þriðjudaginn heldur en við vorum á köflum í dag,“ sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner