Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. febrúar 2023 11:20
Aksentije Milisic
Ten Hag viðurkennir loksins að Man Utd gæti verið í titilbaráttu
Mynd: EPA

Í fyrsta skiptið á þessari leiktíð þá hefur Hollendingurinn Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagt það að lið hans geti barist um Englandsmeistarartitilinn á þessari leiktíð.


Ten Hag tók við Man Utd fyrir níu mánuðum síðan og var markmiðið að ná einu af fjóru efstu sætum deildarinnar og koma félaginu í Meistaradeild Evrópu á ný.

Eins og staðan er núna þá er Man Utd einungis fimm stigum frá toppliði Manchester City og segir Ten Hag að lið hans verði að sjá til þess að það verði með í baráttunni í apríl mánuði.

Man Utd mætir Leicester City í deildinni á sunnudaginn en félagið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan árið 2013 undir stjórn Sir Alex Ferguson.

„Það sem við verðum að gera er að koma okkur í góða stöðu þegar apríl kemur. Við hugsum bara um næsta leik, þannig verður það að vera. Við þurfum alltaf að bæta okkur á milli leikja,” sagði Ten Hag.

„Það þýðir að við verðum að vinna á sunnudaginn. Til að vinna er krafan að vera með orku og spila í háum gæðaflokki.”

Man Utd gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en þar þótti liðið spila mjög vel og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford.

„Við erum að fara í rétta átt en við þurfum að vinna fyrir því. Það eru tvær leiðir fyrir okkur til að verða Meistaradeildarlið á ný, vinna Evrópukeppnina eða enda í topp fjórum á Englandi.”

Casemiro er í banni í leiknum á morgun og þá eru þeir Scott McTominay og Antony meiddir.


Athugasemdir
banner
banner