Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. febrúar 2023 23:22
Brynjar Ingi Erluson
„Þurfum að breyta hugarfarinu"
Icelandair
Selma Sól Magnúsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers spilaði sinn fyrsta A-landsleik
Diljá Ýr Zomers spilaði sinn fyrsta A-landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir og Diljá Ýr Zomers mættu í viðtal hjá KSÍ eftir markalausa jafnteflið gegn Wales í Pínatar-æfingamótinu á Spáni í kvöld en Diljá var að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Íslenska liðið var í vandræðum með að byrja leikinn af krafti, sama vandamál og það glímdi við gegn Skotum í síðasta leik.

Frammistaðan batnaði í síðari hálfleiknum og gat Ísland unnið leikinn en nýtti ekki færin.

„Vorum svolítið lengi að komast inn í leikinn en byrjum seinni hálfleikinn af krafti og unnum okkur betur inn í leikinn og fannst við alveg getað sett eitt mark.“

„Við þurfum að breyta smá hugarfarinu okkar með því að byrja leikina aðeins betur og vera aðeins aggresífari í byrjun. Eitthvað sem við þurfum klárlega að bæta og við getum hundrað prósent bætt,“
sagði Selma við KSÍ, en næsti leikur er gegn Filippseyjum á þriðjudag og leggst sá leikur vel í hana.

„Bara mjög vel. Vonandi fáum við góðan leik og getum haldið áfram að prufa það sem við erum að vinna með og bæta okkur enn meira, sagði Selma ennfremur.

Diljá spilaði sinn fyrsta A-landsleik

Diljá Ýr Zomers lék sinn fyrsta A-landsleik er hún kom inná sem varamaður á 62. mínútu.

Hún var ekkert sérstaklega hrifinn af leik velska liðsins sem reyndi að drepa flæði leiksins.

„Ég veit það ekki. Smá stress en ógeðslega gaman. Það var erfitt að koma inná og það var hátt tempó en erfitt að halda flæði þegar þær leggjast niður og er flautað á allt. Það truflaði flæðið og erfitt að halda boltanum lengi þegar það er flautað á hvert einasta og tekið tvær mínútur í allar aukaspyrnur og innköst, sagði Diljá en það er stefnt á sigur á þriðjudag gegn Filippseyjum.

„Við ætlum að taka sigur þar og fá vonandi fleiri mörk,“ sagði Diljá.
Athugasemdir
banner
banner
banner