Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 16:10
Brynjar Ingi Erluson
England: Brighton skoraði fimm gegn tíu mönnum Sheffield United
Brighton vann auðveldan fimm marka sigur
Brighton vann auðveldan fimm marka sigur
Mynd: EPA
Sheffield Utd 0 - 5 Brighton
0-1 Facundo Valentin Buonanotte ('20 )
0-2 Danny Welbeck ('24 )
0-3 Jack Robinson ('75 , sjálfsmark)
0-4 Simon Adingra ('78 )
0-5 Simon Adingra ('85 )
Rautt spjald: Mason Holgate, Sheffield Utd ('13)

Brighton fagnaði öruggum 5-0 sigri á Sheffield United í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Bramall Lane í dag. Mason Holgate, varnarmaður heimamanna, var skúrkur dagsins er hann lét reka sig af velli snemma leiks.

Tæpar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum er Holgate sá rauða spjaldið. Hann fór í ljóta tæklingu á Kaoru Mitoma, leikmann Brighton.

Stuart Attwell, dómari leiksins, gaf Holgate fyrst gula spjaldið, en breytti litnum eftir að hafa skoðað atvikið á VAR-skjánum.

Brighton nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili. Facundo Buonanotte skoraði eftir hornspyrnu og þá gerði Danny Welbeck annað markið með skoti af stuttu færi.

Staðan 2-0 í hálfleik fyrir Brighton og tókst gestunum að bæta við þremur til viðbótar áður en leikurinn var flautaður af.

Jack Robinson kom boltanum í eigið net eftir fyrirgjöf Mitoma á 75. mínútu og þá gerði Fílabeinsstrendingurinn Simon Adingra tvö mörk á sjö mínútum.

Lokatölur 5-0 Brighton í vil, sem er í 7. sæti með 38 stig þremur stigum frá Manchester United. Sheffield United er á meðan í neðsta sæti deildarinnar með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner