Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 18. febrúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur Buffon valinn í yngri landslið Tékklands
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon.
Mynd: EPA
Louis Buffon, sonur Gianluigi, hefur verið valinn í U18 landslið Tékklands.

Móðir hans er frá Tékklandi en faðir hans, sem er frá Ítalíu, er einn besti markvörður í sögu fótboltans.

Louis er 17 ára miðjumaður sem er á mála hjá ítalska félaginu Pisa. Hann hefur verið í kringum aðalliðshópinn þar.

Louis er á leið í æfingabúðir með U18 landsliði Tékka en hann á enn möguleikann á því að spila fyrir Ítalíu ef hann vill gera það.

Buffon eldri lagði hanskana á hilluna árið 2023 eftir afar farsælan feril. Hann spilaði 176 landsleiki fyrir Ítalíu og varð heimsmeistari árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner