Tíðindin af Gylfa Þór Sigurðssyni eru högg fyrir Breiðablik en þá aðallega kannski fyrir Val.
Gylfi samdi við Val fyrir tímabilið í fyrra og talaði þá um það að hann vildi verða Íslandsmeistari. Það er eitt hans helsta markmið og virðist hann ekki trúa því lengur að það sé mögulegt með Valsmönnum.
Gylfi samdi við Val fyrir tímabilið í fyrra og talaði þá um það að hann vildi verða Íslandsmeistari. Það er eitt hans helsta markmið og virðist hann ekki trúa því lengur að það sé mögulegt með Valsmönnum.
Það liggur augum uppi að Gylfi vill fara frá Val, það er skýrt. Blærinn í kringum Valsliðið hefur ekki verið sérlega jákvæður eins og talað var um í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.
„Ég var í sjokki yfir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Það var enginn ákafi í liðinu og KR gat spilað sig í gegnum allar pressur. Maður segir þetta í hvert skipti nánast en það var bara eins og þeim væri drullusama," sagði Valur Gunnarsson í þættinum.
„Ég hef aldrei heyrt eins margar sögur af æfingakúltúr eins fótboltaliðs og frá því síðasta mót var búið. Við höfum gjammað í þennan míkrafón í 15 ár og ég hélt að ég væri búinn að heyra allar sögurnar. Maður væri búinn að heyra allt 1000 þúsund sinnum. En ég hef aldrei heyrt talað um æfingakúltúr. Það þarf alvöru bóg í að snúa þessu við," sagði Tómas Þór Þórðarson.
Það hefur verið vesen fyrir Hlíðarendafélagið að sækja leikmenn í vetur og hafa þeir mest spennandi valið Breiðablik, Víking og jafnvel Stjörnuna frekar. Og núna er Gylfi að fara. Ekki lítur þetta vel út hjá Valsmönnum en þó þessar fréttir af Gylfa séu högg, þá eiga þær líka að vera hvatning fyrir Valsliðið.
Jóhann Skúli Jónsson, stuðningsmaður liðsins og þáttastjórnandi Draumaliðsins, súmmerar þetta býsna vel upp með færslu á samfélagsmiðlinum X í dag.
„Gylfi Sig er með þessu að segja að leikmenn Vals geti ekki neitt og muni ekkert gera í sumar. Ef það virkar ekki sem extra extra motivation fyrir liðið komandi inn í Íslandsmótið þá er þetta því miður bara samansafn af mönnum sem eiga að snúa sér að einhverju öðru," sagði Jóhann Skúli og hefur færsla hans fengið miklar undirtektir.
Valur hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar og var aldrei líklegt til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Gylfi Sig er með þessu að segja að leikmenn Vals geti ekki neitt og muni ekkert gera í sumar. Ef það virkar ekki sem extra extra motivation fyrir liðið komandi inn í Íslandsmótið þá er þetta því miður bara samansafn af mönnum sem eiga að snúa sér að einhverju öðru.
— Jói Skúli (@joiskuli10) February 18, 2025
Athugasemdir