Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. mars 2020 11:38
Hafliði Breiðfjörð
FH og Stjarnan hætta æfingum í bili
Stjarnan hefur sett æfingar liðsins á ís í bili.
Stjarnan hefur sett æfingar liðsins á ís í bili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Stjarnan hafa hætt æfingum karlaliða sinna vegna samkomubanns yfirvalda á meðan beðið er eftir útfærslu á hvernig er hægt að æfa í hópum. Mismunandi er hvernig félögin hér á landi túlka samkomubannið og sum lið æfa en önnur ekki. Hjá FH og Stjörnunni æfa leikmenn nú einir eftir prógrammi frá þjálfurum meðan beðið er eftir útfærslunni. Kvennalið FH hefur einnig hætt æfingum í bili en kvennalið Stjörnunnar er í sóttkví eftir æfingar til Barcelona.

Samkvæmt samkomubanninu eru æfingar 16 ára og eldri heimilar með þeim takmörkunum að hafa ekki fleiri en 100 í sama rými og að lágmark 2 metrar séu milli manna.

KSÍ og ÍTF hafa verið gagnrýnd fyrir að gefa ekki út nægilega leiðbeinandi útskýringar á samkomubanninu en ÍTF sendi frá sér bréf í gær og óskaði eftir viðbrögðum frá KSÍ.

KR hafði áður gefið út í viðtali á 433.is að liðið æfi í fjórum æfingahópum og hefur því fjórar æfingar á dag á meðan samkomubanninu stendur þannig að 5-6 leikmenn séu í hverjum hóp.

Þá birti Breiðablik í gær myndband þar sem farið var yfir hvernig liðið æfir á meðan samkomubanninu stendur en liðinu er skipt í þrjá æfingahópa og tveir þeirra eru á æfingasvæðinu á sama tíma.

Keppni í Pepsi Max-deild karla á að hefjast 22. apríl næstkomandi en Guðni Bergsson formaður KSÍ býst við að mótinu verði frestað fram í maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner