fim 18. mars 2021 19:46
Victor Pálsson
Evrópudeildin: Arsenal áfram en Tottenham í framlengingu - Björn úr leik
Arsenal fer áfram.
Arsenal fer áfram.
Mynd: Getty
Tottenham fer í framlengingu.
Tottenham fer í framlengingu.
Mynd: Getty
Arsenal er búið að tryggja sér farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir leik við grísku meistarana Olympiakos í kvöld.

Um var að ræða seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum en Arsenal vann fyrri leikinn sannfærandi 3-1 í Grikklandi.

Olympiakos skoraði þó eina mark kvöldsins en markavélin Youssef El Arabi gerði það snemma í síðari hálfleik.

Arsenal fékk ófá tækifæri til að jafna metin í þessum leik en inn vildi boltinn ekki og vinnur liðið einvígið samanlagt, 3-2.

Tottenham vann fyrri leik sinn gegn Dinamo Zagreb 2-0 heima og voru flestir sem bjuggust við að enska liðið myndi sigla áfram í næstu umferð.

Zagreb var þó ekki á því máli og vann leikinn í kvöld með sömu markatölu og er sá leikur á leið í framlengingu.

Björn Bergmann Sigurðarson lék með Molde gegn Granada frá Spáni í leik sem þeir norsku unnu 2-1 í Ungverjalandi.

Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu en það var vítaspyrnumark á 89. mínútu sem tryggði Molde sigur.

Markið dugði þó ekki til fyrir Molde en Granada vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Shakhtar Donetsk fer þá réttilega heim eftir tap gegn Roma 2-1 í kvöld en liðið tapaði fyrri leiknum 3-0 á Ítalíu.

Arsenal 0 - 1 Olympiakos (3 - 2 samanlagt)
0-1 Youssef El Arabi ('51 )
Rautt spjald: Ousseynou Ba, Olympiakos ('83)

Dinamo Zagreb 2 - 0 Tottenham (2 - 2 samanlagt - framlengt)
1-0 Mislav Orsic ('62 )
2-0 Mislav Orsic ('82 )

Shakhtar Donetsk 1 - 2 Roma (1 - 5 samanlagt)
0-1 Borja Mayoral ('48 )
1-1 Junior Moraes ('59 )
1-2 Borja Mayoral ('72 )

Molde 1 - 1 Granada CF (1 - 3 samanlagt)
0-1 Jesus Vallejo ('29 , sjálfsmark)
0-2 Roberto Soldado ('72 )
1-2 Eirik Hestad ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner