Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 16:00
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Mark í uppbótartíma kom Val í úrslitaleikinn
Birkir gerði eina mark leiksins.
Birkir gerði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur 0-1 Valur
0-1 Birkir Heimisson

Víkingur og Valur áttust við á Víkingsvelli rétt í þessu en spilað var í undanúrslitum Lengjubikarsins. ÍBV og KA eru að mætast í hinum undanúrslitaleiknum í Akraneshöllinni.

Lestu meira um leikinn hér.


Fyrri hálfleikurinn á Víkingsvellinum var nokkuð jafn. Heimamenn áttu betri færi og gátu komist í forystu með smá heppni og þá vildu þeir einnig fá vítaspyrnu. Pétur dómari gaf hins vegar lítið fyrir þau köll.

Eftir um hálftíma leik vildi Kristinn Freyr Sigurðsson fá vítaspyrnu hinu megin en þá virtist hafa verið brotið á honum. Aftur var ekkert dæmt og því staðan markalaus í hálfleik.

Víkingar fengu annað dauðafæri í síðari hálfleiknum en þeir gátu ekki komið tilraunum sínum á markið. Það reyndi lítið sem ekkert á Frederik Schram í marki Vals. Það var svo á 91. mínútu leiksins sem sigurmarkið kom. Birkir Heimisson gerði það.

„MAAAAAARK. Boltinn fer af Oliver í teignum og Birkir Heimisson hælar boltann, skoppar yfir Ingvar og í netið. Slysalegt hjá Oliver. Valur á leið í úrslitaleikinn," skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu.

Valur er því komið í úrslitaleikinn en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í mótinu til þessa. Nú fer að hefjast leikur ÍBV og KA og þar kemur í ljós hvaða lið mætir Val í úrslitaleiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner