Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Freyr mættur aftur eftir átta mánaða fjarveru
Lengjudeildin
Arnar Freyr Ólafsson.
Arnar Freyr Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnar Freyr Ólafsson, marmaður HK, er kominn aftur af stað eftir að hafa slitið hásin í leik með HK þann 20. júlí í fyrra. 241 dagur er liðinn frá því eða um átta mánuðir.

Arnar lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin var fyrir rúmri viku síðan þegar hann lék fyrri hálfleikinn í Lengjubikarnum gegn Aftureldingu og hann lék svo annan hálfleik gegn Fjölni nokkrum dögum síðar.

Arnar er 32 ára markmaður sem uppalinn er hjá Fjölni og hefur leikið með Birninum, Ægi, Fjölni, Leikni og HK í meistaraflokki. Hann hefur verið hjá HK síðan 2016.

„Endurhæfingin hefur bara gengið vel," segir Arnar við Fótbolta.net.

„Maður gerði ekki mikið fyrstu vikurnar þar sem ég var í gifsi í þrjár vikur og svo í gönguspelku í fimm vikur. Það er fyrst eftir það sem maður getur byrjaði endurhæfinguna sína."

„Til að byrja með var þetta voðalega rólegt og maður að passa sig að gera ekki of mikið. En eftir að ég mátti bæta í æfingarnar þá hefur bara allt gengið mjög vel."

„Skrokkurinn er í toppstandi en auðvitað þarf maður enþá að huga að hásininni því maður finnur það alveg að hásinin og kálfinn eru ekki alveg eins og áður."

„Já ég er alveg á áætlun, held að ég sé bara á flottum tíma. Ég vildi heldur ekki flýta mér of mikið þar sem við vorum bara á undirbúningstímabili. Mögulega hefði maður reynt að koma sér fyrr á stað ef að Íslandsmótið hefði verið í gangi, en þar sem það var ekki að þá tók maður sér bara aðeins lengri tíma í að gera þetta almennilega,"
segir Arnar.

HK féll úr Bestu deildinni í fyrra og verður í Lengjudeildinni í sumar. Fyrsta umferð deildarinnar fer fram í byrjun maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner