
Hélt að það væri alvöru fífl áður en hann kom í HK en svo ert þetta bara einhver mesti kóngur í heimi.
Arnar Freyr átti frábæran leik þegar HK landaði stigi gegn KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. KA þjarmaði heldur betur að marki HK en Arnar gerði vel og hélt KA mönnum í einu marki skoruðu.
Hann var valinn maður leiksins: „Arnar Freyr í marki HK var frábær í rammanum í dag. Varði tvö dauðafæri og nokkrar flottar tilraunir í viðbót frá KA mönnum sem hann varðist virkilega vel," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson um frammistöðu Arnars. Hann var svo valinn í sterkasta lið umferðarinnar.
Arnar hefur spilað í A-, B-, C- og D-deild á Íslandi og alls að baki 260 KSÍ leiki, þar af 85 í efstu deild. Hann er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild (tölfræði frá Víði Sigurðssyni) og hefur verið aðalmarkvörður HK frá komu sinni árið 2016. Þar á undan var hann hjá Leikni Reyjavík, Ægi og Birninum en hann er uppalinn í Fjölni og lék einn deildarleik með liðinu á sínum tíma.
Í dag sýnir Arnar á sér hina hliðina.
Hann var valinn maður leiksins: „Arnar Freyr í marki HK var frábær í rammanum í dag. Varði tvö dauðafæri og nokkrar flottar tilraunir í viðbót frá KA mönnum sem hann varðist virkilega vel," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson um frammistöðu Arnars. Hann var svo valinn í sterkasta lið umferðarinnar.
Arnar hefur spilað í A-, B-, C- og D-deild á Íslandi og alls að baki 260 KSÍ leiki, þar af 85 í efstu deild. Hann er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild (tölfræði frá Víði Sigurðssyni) og hefur verið aðalmarkvörður HK frá komu sinni árið 2016. Þar á undan var hann hjá Leikni Reyjavík, Ægi og Birninum en hann er uppalinn í Fjölni og lék einn deildarleik með liðinu á sínum tíma.
Í dag sýnir Arnar á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Arnar Freyr Ólafsson
Gælunafn: ekki með neitt gælunafn
Aldur: 31
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: úff ég er með svo lélegt minni en held að það hafi verið 2013 með Fjölni, einhver æfingarleikur
Uppáhalds drykkur: var svakalegur pepsi Max maður en er að færa mig yfir í 7up ekkert koffín
Uppáhalds matsölustaður: það er klárlega Brand á hafnartorg gallery. Alvöru matur þar
Hvernig bíl áttu: á ekki bíl en ég keyri um á opel mokka einhver rafmagns dolla
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: næturvaktin eru bestu þættir sem hafa verið gerðir
Uppáhalds tónlistarmaður: 50 cent er flottur strákur
Uppáhalds hlaðvarp: ætli það sé ekki doc, blökastið og steve
Uppáhalds samfélagsmiðill: það hlýtur að vera instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: það er sennilega .net, eða vísir
Fyndnasti Íslendingurinn: get oft hlegið helvíti mikið að Eiði Atla en veit samt ekki hvort hann sé að reyna vera fyndinn
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Arnar tíminn þinn er kl 10:30 á morgun. Ég að fá SMS frá Stebba á Trend um að ég sé að fara í klippingu
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: myndi maður ekki gera allt fyrir rétta upphæð?
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Sig er helvítis svindlkall
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Freysi og Davíð eru geggjaðir þjálfarar. Svo verð ég að gefa Sandor alvöru shout besti markmannsþjálfari landsins
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: enginn sem ég man eftir akkúrat núna
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: man ekki eftir neinu akkúrat núna en það hefur sennilega verið einhver fótboltamaður
Sætasti sigurinn: erfitt að velja ekki fyrsta leikinn í bestu í fyrra (2023) á móti Breiðablik
Mestu vonbrigðin: það var helvíti sárt að falla 2021
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: ég tæki Aron Sig úr Vesturbænum og uppí efri byggðir Kópavogs
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Birnir Breki og Karl Ágúst
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Leifur Andri er helvíti flottur eftir að hann lagaði á sér tennurnar
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Brynjar Snær vill meina að það sé Nadía Atla, get svosem alveg tekið undir það.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Maður er að heyra það að Kristján Snær sé að gelta vel þessa dagana. Svo er Brynjar Snær líka lúmskur djöfull.
Uppáhalds staður á Íslandi: Mér líður alltaf vel heima hjá mér
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég spilaði einu sinni leik sem útileikmaður i öðrum flokki og kom inná í hálfleik og var búinn að skora þrjú og fá rautt spjald á 15min. Það var skemmtilegt
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist með úrslitakeppninni í bæði handbolta og körfubolta svo fylgist ég líka með UFC
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: er að prófa mig áfram í puma núna en annars er það alltaf nike skór. Ég er svo í Reusch markmannshönskum.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: var alltaf helvíti slappur í öllu bara
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki sennilega Arnþór, Atla Arnars og Leif Andra með mér, höfum ekki fengið nóg af hvor öðrum hingað til þannig held að við myndum spjara okkur vel.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Arnþór Ara taka microphone-inn af hillunni og pakka idol saman. Alvöru barki á þeim gæja
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ætli það sé ekki bara að ég sé báðfættur samkvæmt Eiði Atla.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ásgeir Börkur sennilega, hélt að það væri alvöru fífl áður en hann kom í HK en svo ert þetta bara einhver mesti kóngur í heimi.
Hverju laugstu síðast: sagði við konuna að ég væri á leiðinni heim þegar ég var ennþá inní klefa
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: í þau fáu skipti sem ég þarf að taka hlaup að þá er það helvíti leiðinlegt.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: væri alveg til í að setjast aðeins niður með Alisson Becker og spurja hann hvernig það er að vera svona fáránlega góður.
Athugasemdir