Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson samdi á dögunum aftur við KA og verður með liðinu í sumar. Hann er reynslumikill leikmaður, sóknarmaður, sem var á sínum tíma leikmaður Newcastle á Englandi og hefur skorað í þýsku Bundesliga.
Jóan Símun verður 34 ára í júlí. Hann á að baki 94 landsleiki fyrir Færeyjar og í þeim hefur hann skorað átta mörk. Hann kom fyrst í KA í sumarglugganum 2023 og hjálpaði liðinu að sigra Dundalk í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Alls skoraði hann þrjú mörk í 15 leikjum fyrir KA. Hann hélt til Norður-Makedóníu eftir tímabilið 2023 en er mættur aftur norður. Hann var liðsfélagi Hallgríms Jónassonar hjá OB fyrri hluta ársins 2016.
Hallgrímur er í dag þjálfari KA og hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
Jóan Símun verður 34 ára í júlí. Hann á að baki 94 landsleiki fyrir Færeyjar og í þeim hefur hann skorað átta mörk. Hann kom fyrst í KA í sumarglugganum 2023 og hjálpaði liðinu að sigra Dundalk í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Alls skoraði hann þrjú mörk í 15 leikjum fyrir KA. Hann hélt til Norður-Makedóníu eftir tímabilið 2023 en er mættur aftur norður. Hann var liðsfélagi Hallgríms Jónassonar hjá OB fyrri hluta ársins 2016.
Hallgrímur er í dag þjálfari KA og hann ræddi við Fótbolta.net í gær.
„Hann lítur bara mjög vel út, hann hitti okkur á Spáni í æfingaferðinni og spilað svo á móti Völsungi á laugardag. Eins og allir vita er hann frábær leikmaður, leikmaður á leveli sem maður fær ekki oft í íslensku deildina. Síðast þegar hann kom var hann að koma eftir að hafa verið frá í fimm mánuði vegna meiðsla," sagði Haddi.
„Hann kom sumarið 2023 þegar við vorum að spila leik þriðja hvern dag. Nú er hann mættur mánuði fyrir mót. Hann var fyrirliði í sínu liði (KF Shkupi) í Norður-Makedóníu þar sem hann var að spila. Hann er á allt öðrum stað en hann var á síðast, lyftir gæðunum alls staðar. Hann er mjög mikill fagmaður, æfir virkilega vel og hugsar vel um sig. Ég er búinn að sjá það í leikjunum sem við höfum spilað að hann er með rosaleg gæði," bætti þjálfarinn við.
Framundan hjá KA er úrslitaleikur Kjarnafæðimótsins gegn Þór eftir viku og svo spila bikarmeistararnir við Breiðablik þann 30. mars í Meistarakeppni KSÍ.
Athugasemdir