Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 01. ágúst 2023 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóan Símun valdi örugga kostinn - „Fyrir mér er hærra 'level' á Íslandi"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég þekki þjálfarann og þetta kom upp sem möguleiki. Ég er mjög ánægður að byrja spila fótbolta aftur. Ég hef glímt við meiðsli, var að leita að félagi og þegar ég fékk þessa áskorun þá fannst mér hún áhugaverð. KA er að berjast í Evrópu og á leið í bikarúrslitin og markmiðið er að enda ofar í deildinni. Mér finnst þetta spennandi," sagði Jóan Símun Edmundsson, nýr leikmaður KA, við Fótbolta.net fyrir utan Hótel Cabin í gærkvöld.

Jóan Símun var með leikmannahópi KA þar í nótt og í morgun flaug liðið til Írlands. Framundan er leikur gegn Dundalk í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Þegar þú heyrir af áhuga frá Íslandi, er fyrsta hugsun að hoppa á það tækifæri?

„Þegar þú verður eldri þá snýst þetta ekki um að vera of vandlátur, það er fullt af mjög góðum leikmönnum án félags. Þetta snýst um að taka stundum örugga valkostinn og þegar ég kom hingað þá var ég nokkuð meðvitaður um hvað ég myndi fá og það hentaði mér mjög vel á þessu stigi ferilsins. Þetta var nokkuð auðveld ákvörðun fyrir mig þegar uppi var staðið."

Jóan Símun er 32 ára færeyskur sóknarmaður sem hefur verið á mála hjá Newcastle og Arminia Bielefeld á sínum ferli. Hann var síðast á mála hjá Beveren í Belgíu en glímdi talsvert við meiðsli á tíma sínum þar.

Vill ekki auka egó þjálfarans of mikið
Hann minntist á að hann þekkti þjálfarann. Hann og Hallgrímur Jónasson voru samherjar hjá OB í Danmörku. Var Haddi góður leikmaður?

„Hann var góður leikmaður, hann var fyrirliðinn minn í OB. Ég vil samt ekki auka egóið hans of mikið," sagði Færeyingurinn og brosti. „Ég þekki hann vel, þekki hann sem persónu og núna mun ég upplifa hann sem þjálfara líka. Hann er með alla eiginleika sem góðir þjálfarar þurfa að hafa."

Koma hans til KA snýst um að spila leiki, koma sér í gang eftir meiðsli. „Ég vil spila fótboltaleiki og ég heyrði góða hluti um deildina og getustigið hér er gott. Mín upplifun til þessa er góð. Þegar við horfum til baka á tímann hér þá munu vonandi allir hafa grætt á þessu."

Hærra 'level' á Íslandi
Af hverju er Jóan Símun kominn til Íslands frekar en að spila með toppliðunum í Færeyjum?

„Fyrir mér er hærra 'level' á Íslandi. Ég fæ betra tækifæri hér til að lifa atvinnumannalífsstílnum. Ég nýt þess líka að búa í mismunandi löndum þar sem ég get upplifað mismunandi kúltúr. Mín tilfinning var su að íslenska deildin væri aðeins betri en sú færeyska, þó að færeysku liðin séu að bæta sig mikið og eru að gera einstaklega vel í Evrópu, sérstaklega á þessu tímabili."

Stór gulrót
Hefur það mikið að segja í ákvörðuninni að fara í KA að liðið er í Evrópukeppni og á leið í bikarúrslit?

„Það hafði talsvert að segja frá minni hlið, bikarúrslit er stór leikur og við erum einnig í góðum séns að fara áfram í Sambandsdeildinni. Að spila í Evrópu og spila í bikarúrslitum er ekki eitthvað sem ég hef gert mikið af á mínum ferli. Það má segja að það hafi verið stór gulrót."

Munur á formi og leikformi
Hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir KA gegn HK á sunnudag og var ánægður að fá mínútur í skrokkinn.

„Ég hef verið í fríi og verið mikið að æfa einn, hef ekki spilað mikið og fyrir mér snýst þetta um að ná tíma á vellinum. Ég var smá ryðgaður en ég er viss um að ég mun bæta mig með hverjum leiknum."

„Mér líður eins og ég muni bæta mig viku frá viku. Heilt yfir er formið gott en það er munur á því og leikformi. Ég bæti ekki leikformið nema með því að spila. Vonandi fæ ég fleiri og fleiri mínútur."


Sjáum til hvað gerist
Ef það gengur vel hjá KA út tímabilið, er þá möguleiki að Jóan Símun verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili?

„Ég er búinn að vera hér í eina viku, það er mjög snemmt að segja. Núna snýst þetta allt um að gefa allt sem ég á í þessa 2-3 mánuði sem við eigum eftir á tímabilinu og svo sjáum við eftir það hvað gerist. En í bili snýst þetta bara um að spila leiki og ég hef notið mín mjög til þessa," sagði Jóan Símun.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Viðtalið er á ensku.
Athugasemdir
banner
banner