Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   þri 18. mars 2025 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikbann Samúels fyrnist - Sleppur í raun við bann fyrir tæklinguna
,,Hefði getað eyðilagt leikmannaferil"
Samúel fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.
Samúel fékk rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Stjarnan
Leikmenn KR ekki sáttir.
Leikmenn KR ekki sáttir.
Mynd: Mummi Lú
Samúel Kári Friðjónsson var fyrir viku síðan úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu sína í leik Stjörnunnar gegn KR í Lengjubikarnum. Samúel fékk beint rautt í leiknum sem fram fór fyrir níu dögum síðan og bað Gabríel Hrannar Eyjólfsson og KR-inga afsökunar eftir leikinn. Sem betur fer slapp Gabríel við alvarleg meiðsli.

Margir eru á þeirri skoðun að refsing Samúels hefði átt að vera þyngri og var það til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Hann fékk einn aukaleik í bann fyrir þetta, fékk sjálfkrafa einn leik í bann og svo einn til viðbótar. En í raun og veru er Samúel Kári dæmdur í núll leikja bann því reglur Lengjubikarsins eru þannig að agarefsingar og spjöld fyrnast milli ára," sagði Elvar Geir í þættinum og bætti við:

„Aganefndin hefði með öðrum orðum getað sagt að Samúel fengi 100 leikja bann, það hefði ekki skipt máli því það fyrnist. Fær enga refsingu fyrir þetta fyrir utan rauða spjaldið í leiknum."

Félögin vilja ekki að leikbönn í Lengjubikar telji inn í aðrar keppnir og vilja að bönn fyrnist að keppni lokinni. „Félögin, eins og sést hefur, líta á Lengjubikarinn sem algjört æfingamót," sagði Elvar.

Tómas Þór tók þá til máls: „Félögin eru búin að búa til umhverfi þar sem hægt er að fótbrjóta fólk og fá enga refsingu fyrir það."

„Þetta er eitthvað sem þarf að passa upp á, að það séu viðunandi agarefsingar fyrir brot, að menn taki út sína refsingu," sagði Elvar Geir.

Baldvin Már Borgarsson bar tveggja leikja bannið saman við leikbann Ibrahima Balde, leikmanns Þórs, sem fékk þrjá leiki fyrir að skalla leikmann ÍR.

„Þarna fær Balde þriggja leikja bann, ekki í neinu lífi var hann að fara meiða neinn með þessari hreyfingu. Samúel Kári hefði getað eyðilagt leikmannaferil en fær tvo leiki."

Elvar benti þá á að aganefnd KSÍ sé með möguleika á því að dæma leikmenn í tímabundið bann, í ákveðið margar vikur eða mánuði frá leikjum KSÍ. „Aganefndin getur dæmt leikmenn í tímabundið bann. Það hefur verið gert þegar leikmaður var með kynþáttafordóma og líka þegar leikmaður var með ofbeldi í garð dómara. Það hefur held ég aldrei verið notað fyrir tæklingu í leik."

Umræðan hefst á 53. mínútu þáttarins sem nálgast má í spilaranum hér neðst.

Útvarpsþátturinn - Uppfærð spá, Besta og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner