Samúel Kári Friðjónsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum.
Samúel fór í vægast sagt ljóta tæklingu á Gabríel Hrannar Eyjólfsson leikmann KR.
Samúel fór í vægast sagt ljóta tæklingu á Gabríel Hrannar Eyjólfsson leikmann KR.
10.03.2025 11:44
Samúel Kári ósáttur við sjálfan sig: Algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir
Samúel, fær sjálfkrafa eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur bætt einum leik ofan á það vegna ofsalegrar framkomu.
Samúel getur verið sáttur við þessa niðurstöðu en margir telja að hann hefði átt að fá harðari refsingu fyrir tæklinguna. Leikbannið gildir um Lengjubikarinn og þar sem Stjarnan er úr leik í keppninni þetta árið færist það á næsta tímabil.
Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í vikunni að tæklingin hafi verið óásættanleg. „Og algjörlega úr takti við það sem ég stend fyrir, bæði sem leikmaður og persóna. Svona á ekki að gerast á vellinum," segir Samúel.
„Ég er búinn að tala við bæði Óskar og Gabríel og biðjast afsökunar og menn hafa skilið sáttir. Mikilvægast er að Gabríel hafi ekki slasast."
10.03.2025 11:14
Samúel Kári búinn að biðjast afsökunar - „Guðslifandi feginn að hann stóð ekki í báðar lappirnar"
09.03.2025 16:18
Lengjubikarinn: KR í undanúrslit - Ljótt rautt spjald og glæsimark í spennuleik
Athugasemdir