Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. apríl 2021 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Síðasti naglinn í kistu Pirlo? - Lazio vann í átta marka leik
Pirlo
Pirlo
Mynd: EPA
Luis Muriel og Weston McKennie fóru yfir stöðuna...
Luis Muriel og Weston McKennie fóru yfir stöðuna...
Mynd: EPA
Atalanta vann 1-0 sigur á Juventus í dag. Sigurmark leiksins skoraði Ruslan Malinovsky á 87. mínútu leiksins fyrir heimamenn í Atalanta. Hann skoraði eftir undirbúning frá Josip Ilicic.

Andrea Pirlo, stjóri Juventus, er undir mikilli pressu þar sem illa hefur gengið á leiktíðinni. Juventus er ekki öruggt með Meistaradeildarsæti og er langt á eftir toppliði Inter. Ef Napoli vinnur Inter seinna í dag þá fellur Juventus úr Meistaradeildarsæti en sjö umferðir eru þó eftir af deildinni.

Lazio vann þá heimasigur á Benevento þar sem tvö sjálfsmörk voru skoruð og þrjár vítaspyrnur dæmdar. Ciro Immobile skoraði tvö mörk fyrir Lazio.

Loks vann Bologna 4-1 sigur á Spezia. Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður í liði Bologna.

Fyrri úrslit í dag:
Sjálfsmark tryggði Milan sigur - Okkar konur steinlágu

Lazio 5 - 3 Benevento
1-0 Fabio Depaoli ('10 , sjálfsmark)
2-0 Ciro Immobile ('20 )
3-0 Joaquin Correa ('37 , víti)
3-1 Marco Sau ('45 )
4-1 Lorenzo Montipo ('48 , sjálfsmark)
4-1 Ciro Immobile ('55 , Misnotað víti)
4-2 Nicolas Viola ('63 , víti)
4-3 Kamil Glik ('85 )
5-3 Ciro Immobile ('96)

Atalanta 1 - 0 Juventus
1-0 Ruslan Malinovsky ('87)

Bologna 4 - 1 Spezia
1-0 Riccardo Orsolini ('12 , víti)
2-0 Musa Barrow ('18 )
2-1 Ardian Ismajli ('34 )
3-1 Mattias Svanberg ('54 )
4-1 Mattias Svanberg ('60 )
Athugasemdir
banner
banner
banner