Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 18. júní 2019 21:40
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Bæði lið í krummafót í fyrri hálfleik
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks var ánægður með karakterinn í liði sínu í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Frábær þrjú stig, ég er gríðarlega sáttur með liðið, það er ekki oft sem þú kemur á Samsung völlinn og sækir 3 stig. Fyrri hálfleikur var frekar skrýtinn, bæði lið voru einhvern veginn í krummafót, svo kemur seinni hálfleikur þar sem þeir setja mark á okkur og það kveikir svolítið í okkur. Leikmennirnir voru að kalla á mig síðasta hálftímann að þetta væri að koma, frábær liðssigur."

Thomas Mikkelsen kom útaf haltrandi en Gústi býst ekki við að hann sé mikið meiddur.

„Hann fékk högg aftan í hnakkann og var svolítið vankaður í hálfleik, svo var hann farinn að haltra eitthvað og við ákvaðum að taka hann útaf, Brynjólfur, Aron og Alexander komu svo gríðarlega vel inn í leikinn."

Breiðablik missir Jonathan Hendrickx í glugganum og Gústi segir að þeir séu að skoða í kringum sig en það sé ekkert öruggt að komi nýr maður inn.

„Við erum vel mannaðir en jú við erum að skoða í kringum okkur líka. Það skiptir ekki öllu máli hvort við bætum við okkur manni eða haldi hópnum sem er til staðar."
Athugasemdir
banner
banner