Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 18. júní 2019 21:40
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Bæði lið í krummafót í fyrri hálfleik
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks var ánægður með karakterinn í liði sínu í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Frábær þrjú stig, ég er gríðarlega sáttur með liðið, það er ekki oft sem þú kemur á Samsung völlinn og sækir 3 stig. Fyrri hálfleikur var frekar skrýtinn, bæði lið voru einhvern veginn í krummafót, svo kemur seinni hálfleikur þar sem þeir setja mark á okkur og það kveikir svolítið í okkur. Leikmennirnir voru að kalla á mig síðasta hálftímann að þetta væri að koma, frábær liðssigur."

Thomas Mikkelsen kom útaf haltrandi en Gústi býst ekki við að hann sé mikið meiddur.

„Hann fékk högg aftan í hnakkann og var svolítið vankaður í hálfleik, svo var hann farinn að haltra eitthvað og við ákvaðum að taka hann útaf, Brynjólfur, Aron og Alexander komu svo gríðarlega vel inn í leikinn."

Breiðablik missir Jonathan Hendrickx í glugganum og Gústi segir að þeir séu að skoða í kringum sig en það sé ekkert öruggt að komi nýr maður inn.

„Við erum vel mannaðir en jú við erum að skoða í kringum okkur líka. Það skiptir ekki öllu máli hvort við bætum við okkur manni eða haldi hópnum sem er til staðar."
Athugasemdir
banner