Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 18. júní 2019 21:40
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Bæði lið í krummafót í fyrri hálfleik
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks var ánægður með karakterinn í liði sínu í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Frábær þrjú stig, ég er gríðarlega sáttur með liðið, það er ekki oft sem þú kemur á Samsung völlinn og sækir 3 stig. Fyrri hálfleikur var frekar skrýtinn, bæði lið voru einhvern veginn í krummafót, svo kemur seinni hálfleikur þar sem þeir setja mark á okkur og það kveikir svolítið í okkur. Leikmennirnir voru að kalla á mig síðasta hálftímann að þetta væri að koma, frábær liðssigur."

Thomas Mikkelsen kom útaf haltrandi en Gústi býst ekki við að hann sé mikið meiddur.

„Hann fékk högg aftan í hnakkann og var svolítið vankaður í hálfleik, svo var hann farinn að haltra eitthvað og við ákvaðum að taka hann útaf, Brynjólfur, Aron og Alexander komu svo gríðarlega vel inn í leikinn."

Breiðablik missir Jonathan Hendrickx í glugganum og Gústi segir að þeir séu að skoða í kringum sig en það sé ekkert öruggt að komi nýr maður inn.

„Við erum vel mannaðir en jú við erum að skoða í kringum okkur líka. Það skiptir ekki öllu máli hvort við bætum við okkur manni eða haldi hópnum sem er til staðar."
Athugasemdir
banner