Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 18. júní 2019 21:40
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Bæði lið í krummafót í fyrri hálfleik
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tók á móti Breiðablik á Samsung vellinum í 9. umferð Pepsí Max-deildar karla í kvöld þar sem Breiðablik sigraði 1-3. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks var ánægður með karakterinn í liði sínu í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Breiðablik

„Frábær þrjú stig, ég er gríðarlega sáttur með liðið, það er ekki oft sem þú kemur á Samsung völlinn og sækir 3 stig. Fyrri hálfleikur var frekar skrýtinn, bæði lið voru einhvern veginn í krummafót, svo kemur seinni hálfleikur þar sem þeir setja mark á okkur og það kveikir svolítið í okkur. Leikmennirnir voru að kalla á mig síðasta hálftímann að þetta væri að koma, frábær liðssigur."

Thomas Mikkelsen kom útaf haltrandi en Gústi býst ekki við að hann sé mikið meiddur.

„Hann fékk högg aftan í hnakkann og var svolítið vankaður í hálfleik, svo var hann farinn að haltra eitthvað og við ákvaðum að taka hann útaf, Brynjólfur, Aron og Alexander komu svo gríðarlega vel inn í leikinn."

Breiðablik missir Jonathan Hendrickx í glugganum og Gústi segir að þeir séu að skoða í kringum sig en það sé ekkert öruggt að komi nýr maður inn.

„Við erum vel mannaðir en jú við erum að skoða í kringum okkur líka. Það skiptir ekki öllu máli hvort við bætum við okkur manni eða haldi hópnum sem er til staðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner