Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. júní 2020 09:01
Magnús Már Einarsson
Timo Werner til Chelsea (Staðfest)
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur gengið á kaupum á framherjanum Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi á 52 milljónir punda.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga og þau hafa nú verið staðfest.

Hinn 24 ára gamli Werner skrifaði undir fimm ára samning hjá Chelsea. Hann mun klára tímabilið í Þýskalandi með RB Leipzig áður en hann fer til Chelsea. Hann mun hins vegar ekki klára Meistaradeildina í ágúst með RB Leipzig.

„Ég er ánægður með að skrifa undir hjá Chelsea. Ég er mjög stoltur af því að ganga til liðs við þetta frábæra félag. Ég vil auðvitað þakka RB Leipzig, félaginu, stuðningsmönnum og fleirum fyrir fjögur stórkostleg ár. Þið verðið alltaf í hjarta mínu, " sagði Werner.

„Ég hlakka til næsta tímabils með nýjum liðsfélögum, nýjum stjóra og auðvitað stuðningsmönnum Chelsea. Saman eigum við mjög góða framtíð fyrir höndum."

Werner hafði sjálfur gefið Liverpool undir fótinn í vetur en þar á bæ er ekki búist við neinum stórum kaupum í sumar eftir kórónaveirunufaraldursins.

Chlesea stökk því til og gekk frá kaupum á Werner en hann hefur skorað 26 mörk í 32 leikjum með Leipzig á tímabilinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner