Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. júní 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin á Wembley: Enskar bakvarðabreytingar
Luke Shaw
Luke Shaw
Mynd: EPA
England og Skotland mætast í annarri umferð riðlakeppninnar á Evrópumótinu í dag. England er með þrjú stig eftir sigur gegn Króatíu í fyrsta leik en Skotland er án stig aftir tap gegn Tékkum.

Gareth Southgate, þjálfari enska landliðsins, gerir tvær breytingar frá fyrstu umferðinni. Reece James kemur inn fyrir Kyle Walker og Luke Shaw kemur inn fyrir Kieran Trippier. Harry Maguire er kominn á bekkinn eftir meiðsli og Jack Grealish er einnig á bekknum. Walker er ekki í hópnum í dag, Ben White og Bukayo Saka eru hinir tveir sem ekki eru með í dag.

Steve Clarke, þjálfari skoska landsliðsins, gerir fjórar breytingar frá tapinu í fyrstu umferð. Kieran Tierney, Che Adams, Callum McGregor og Billy Gilmour koma inn í liðið.

Leikið er á Wembley og hefst leikurinn klukkan 19:00.

Byrjunarlið Englands: Pickford, James, Stones, Mings, Shaw, Rice, Phillips, Mount, Foden, Kane, Sterling.

Byrjunarlið Skotlands: Marshall, O'Donnell, Hanley, Tierney, McTominay, McGinn, McGregor, Robertson, Gilmour, Dykes, Adams
Athugasemdir
banner
banner
banner